top of page

Um okkur

Við erum umsjónarkennarar í Árskóla, Sauðárkróki og kennum saman í 9.bekk ásamt Ingva Hrannari, kennsluráðgjafa sem er okkur innan handar. Við erum með ódrepandi áhuga á kennslu og tækni og fengum tækifæri til að byrja með þróunarverkefni síðasta vetur sem fól í sér að allir nemendur í bekknum keyptu iPad til að nota í náminu.

Markmiðið var að innleiða stafræna kennsluhætti í sem flest fög og nota til þess Google Apps For Education ásamt þeim forritum sem okkur fannst koma að gagni. 

Með þessu bloggi ætlum við að segja lauslega frá því sem við erum að gera og setja fram okkar hugleiðingar um hvernig til tekst og hvað mætti gera betur. 

Við hvetjum alla áhugasama til að fylgjast með okkur og hafa samband ef þeir hafa hugmyndir, spurningar eða áhuga á að fræðast meira um það sem við erum að gera. 

Tengiliðaupplýsingar eru hér að neðan og við hlökkum til að heyra frá samkennurum okkar sem deila okkar sýn á framtíð náms og kennslu.

Hér erum við

  • Bergmann Guðmundsson

bergmann@arskoli.is

@bergmanngudm

 

  • Álfhildur Leifsdóttir

alfhildur@arskoli.is

@AlfhildurL

 

  • Ingvi Hrannar Ómarsson

ingvihrannar@me.com

@IngviHrannar

HÆ, 

 

Við erum 9.ÁB

Á ekki að tengjast okkur?

  • árskóli.logo
  • Facebook Long Shadow
  • Twitter Long Shadow

Ef þið viljið vita meira

þá er um að gera að

 

HAFA SAMBAND 

Success! Message received.

bottom of page